Sýrland og Líbanon.

FERÐ með JÓHÖNNU KRISJÓNSDÓTTUR um SÝRLAND og LÍBANON 2. - 17. apríl 2004

VINSAMLEGAST LESIÐ ÞETTA VANDLEGA

FERÐAÁÆTLUN til Sýrlands og Jórdaníu
Apríl 2006
6.-21.apríl


1.dagur.
Flogið með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og eftir stutta bið með ungverska flugfélaginu MALEV til Damaskus með millilendingu í Búdapest. Komið til Damaskus kl.03.20 um nóttina(kl 0120 að ísl. tíma)
Fulltrúi Omyadferðaskrifstofunnar tekur á móti hópnum, gengið er frá áritunum og síðan farið á Hótel Semiramis sem er mjög gott 4ra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.
Gist þar næturnar í Damaskus
sími þar 00963 11 2120225 eða 2233555
email: semiramis@net.sy

2.dagur:
Morgunverður
Lagt er til að menn hvílist vel eftir ferðina, fái sér síðan hressingu og skoðunarferð hefst um Damaskus kl. hálf tvö. Farið er vítt og breitt um borgina, byrjað á handverksmarkaðinum og Ananíasarkirkjunni en þangað barg heilagur Ananías Sál frá Tarsus eftir að hann var eltur af óvinum. Sál kom til Damaskus að berja á kristnum en guð talaði til hans og síðar tók hann sér nafnið Páll og hóf að boða kristni.
Við keyrum upp á Kassiounfjall þar sem er ævintýralegt útsýni yfir Damaskus. Við förum á tehús við Baradafljót og æfum okkur í vatnspípureykingum. Síðan niður í gamla bæ og farið í Omyadmoskuna sem á sér langa sögu og hefur skipt um hlutverk gegnum tíðina frá því að vera musteri Haddads, gud Aramea, hof Júpiters, býsönsk kirkja og loks ein helsta moska múslimaheimsins.
Þá geysumst við á gamla markaðinn og skal mönnum bent á að prýtta hressilega.
Við borðum saman kvöldverð á Semiramis.

3.dagur.
Morgunverður.
Farið frá hótelinu kl. 9,30 og förum við til Malulah. Þar er náttúrufegurð einstök og hrikaleg. Þetta þorp er annað tveggja í heiminum þar sem enn er talað mál Jesú Krists, arameiska. Við förum í klaustur Heilags Sergíusar ameiskuog hlustum á bænir á og brögðum heimabruggað messuvín. Síðan göngum við niður skarðið sem opnaðist fyrir Teklu þegar hún flýði hingað í frumkristni undan ofsóknarmönnum sínum og skoðum kirkju henni helgaða og hellinn sem hún bjó í. Þorpið stendur við rætur fjallanna og þar eru hús máluð í skærari litum en sést annars staðar í landinu.
Að svo mæltu stefnum við inn í austureyðimörkina og til Palmyru og gerum góðan stans í Bagdad Café í miðri eyðimörkinni. Við komuna til Palmyru er tjekkað inn á Hótel Zenobia sem er afskaplega virðulegt og fallegt hótel 3ja stjörnu og stendur á einstökum stað og innan rústanna. Þar er bannað að byggja nú. Sagt að Agatha Christie hafi setið þar við skriftir í gamla daga meðan maðurinn hennar fornleifafræðingurinn paufaði við rannsóknir í sandinum.Kvöldverður þar.
Áður verður keyrt upp á fjallið fyrir ofan bæinn til að horfa yfir svæðið og fá sólarlagsstemningu í æð.


4.dagur.
Morgunverður
Við verðum í Palmyra og skoðunarferð um gömlu borgina er fram yfir hádegið. Palmyra er frægasti sögustaður Sýrlands og einhver mestur fornminjastaður í heimi þó enn hafi aðeins verið grafið upp brot af því sem leynist í sandinum. Haft er á orði að ætli menn sér aðeins að skoða einn stað í Sýrlandi ætti það að vera Palmyra. Palmyra rekur sig tvö þúsund ár fyrir Krist og var frá upphafi einn helsti áningarstaður vagnlestanna sem héldu frá Miðjarðarhafi til Flóans og hafði mikilvæg tengsl við Silkileiðina til Kína. Mörg konungs- og keisaradæmi stóðu í Palmyra þó frægustu minjarnar séu frá tímum Rómverjaá fyrstu og annarri öld eftir Krist. Þar reis dæmigerð mikilsháttar borg með súlnagöngum, útileikhúsi, markaðstorgi og skammt frá eru enn eldri musteri.
Hnignun Palmyru hófst á síðari hluta 3. aldar eftir að Zenobia drottning komst til valda en hún stefndi að því að Palmyra yrði sjálfstætt ríki en það féll ekki í kramið hjá hæstráðendunum í Róm.
Jarðskjálfti lagði borgina í eyði 1089. Vitað er um gyðinganýlendu þar um 1200 en síðan féll hún í gleymsku og eyðimerkursandurinn huldi hana um aldir. Skipulagður uppgröftur hófst ekki fyrr en á fyrsta fjórðungi 20.aldar.
Einnig er farið í nokkur grafhýsi við Palmyru. Fræðimenn telja að í sandinum séu minjar enn eldri menningarsamfélaga.
Síðari hluta dags getur fólk rölt um að vild, en svo leggjum við af stað út í Abbasid eyðimerkurbúðirnar sem eru um 40 km frá Palmyra. Þar eru heitar uppsprettur sem við getum baðað okkur í og þarna borðum við kvöldverð og gistum.

5.dagur.
Morgunverður
Kl. 9 leggjum við af stað til Aleppo.
Er farið um gróðursælan Orontosdalinn og stoppað hér og hvar.
Þegar til Aleppo kemur tjekkum við inn á Diwan Rasmy hóteli, góðu hóteli á fínum stað þar sem er örstutt í allt, m.a. á markaðinn. Kvöldverður þar.
Sími: 00963 21 3312222
email aldiwan@scs-net.org.

6.dagur.
Morgunverður
Kl. 9, 30 förum við í skoðunarferð um Aleppo. Byrjum á að fara í kastalann sem gnæfir yfir borgina og með glæsilegu útsýni yfir borgina sem er sú önnur stærsta í Sýrlandi. Aleppo hefur um aldir verið þýðingarmikill áningarstaður og miðstöð á leiðinni milli Miðjarðarhafsins og Asíu. Evrópsk áhrif eru þar meiri en í Damaskus og fjöldi kristinna hvað mestur í landinu, einkum eru það Armenar sem flýðu héðan þegar Tyrkir frömdu fjöldamorð á Armenum 1916.
Síðan förum við á þjóðminjasafnið og um armenska hverfið.
Að svo búnu er ekið út til Símonarkirkjunnar sem er norðan við borgina. Þar settist að meinlætamaðurinn Símon í frumkristni því klausturlífið fullnægði ekki meinlætaþörf hans. Hann reisti háa súlu og kleif upp á hana og bjó þar búi sínu næstu áratugina, messaði yfir lýðnum en frábað sér nærveru kvenfólks.
Fregnir bárust af tiltækinu vítt um veröld og pílagrímar streymdu á staðinn og vonuðust eftir kraftaverki. Þarna var síðar reist stór kirkja, einhver sú mesta í heimi á sínum tíma.
Við borðum saman utan hótelsins.

7.dagur.
Morgunverður
Frjáls dagur í Aleppo. Stungið upp á að menn bregði sér á markaðinn, fari í frábært tyrkneskt bað, skoði armenska hverfið betur eða geri hvað eina sem þeim dettur í hug
Borðað utan hótelsins.

8.dagur.
Morgunverður
Kl. 9 keyrum við áleiðis um Hama sem er ein hlýlegasta borg landsins og svipmikil vatnshjólin setja sterkan svip á hana. Þau voru áður notuð til áveitu en eru nú einkum til skrauts.
Við gerum góðan stans í Krak de Chevaliers, frægasta og stórbrotnasta kastalanum frá tímum krossfaranna. Á kastalanum eru 13 turnar og þegar inn er komið taka við vistarverur íbúanna frá þessum tíma, síðan vörugeymslur, hesthús, baðhús og kapella svo nokkuð sé nefnt.
Tekist hefur að varðveita kastalann að mestu leyti í upprunalegri mynd. Á sínum tíma tók bygging hans um hundrað ár og var hafist handa við að reisa hann 1150 og á velmektartíma krossfaranna bjuggu um fjögur þúsund manns í kastalanum.
Krossfarararnir voru sigraðir árið 1271 og stjórnandi herjanna Baibar soldán gaf þeim frítt leiði með því skilyrði að þeir hyrfu úr landi. Sumir fóru þó ekki öllu lengra en til næstu borga og bæja. Soldáninn bætti við fleiri turnum og má sjá greinilegan mun á þeim og turnunum sem krossfararnir reistu.

Við kastalann er ágætis veitingahús þar sem hádegisverður er á góðu verði.
Við komuna til Damaskus gerum við okkur ból að nýju á Hótel Semiramis og borðum kvöldverð þar.


9.dagur.
Morgunverður.
Við tökum lífinu með ró en síðan er stefnan stungin út til Jórdaníu. Keyrum að landamærunum og þar tekur fulltrúi Discovery ferðaskrifstofunnar á móti okkur og gengið er frá vegabréfsáritunum. Síðan förum við til Jerash sem er undursamleg borg frá tímum Rómverja á þessu svæði. Að svo búnu er keyrt til Amman og þar tjekkum við inn á Hótel Regency sem er afbragðs hótel og er í miðju viðskiptahverfi borgarinnar. Það er fimm stjörnu hótel. Borðum þar.
sími 962 6 5607000
fax: 962 6 56660013

10.dagur
Morgunverður
Við skoðum okkur um í Amman til hádegis og mætti kannski kíkja í búðir. Undir hádegið er farið niður til Dauða hafsins en það er svo salt að ekkert kvikindi þrífst þar. Við förum á Marriotthótelið þar og borðum hádegisverð og síðan erum við í busli í sundlaugum hótelsins eða æfum okkur í að fljóta í Dauða hafinu. Um kvöldið aftur til Amman og gistum sem fyrr á Hótel Regency.

11.dagur
Morgunverður.
Við höldum til Petra, hinnar makalausu týndu borgar, sem er jafngömul tímanum eins og einhver spakur maður orðaði það. Hún var upp á sitt besta á tímum Nabatea og myndaðist fyrir milljónum ára við jarðhræringar og eldrautt stórgrýti myndaði þennan furðulega stað. Síðar týndist borgin um aldir þótt bedúínar vissu alltaf um hana. Við tjekkum inn á Petra Palace og gefum okkur svo góðan tíma í Petru og gistum síðan á Petra Palace sem er prýðilegt 3ja stjörnu hótel.
Sími 962 3 2156723
fax: 962 3 215 6724

12.dagur
Morgunverður.
Við förum frá Petru og inn í Wadi Rum. Þetta er stórmerkilegur verndarstaður með einhvers konar blöndu af tungllandslagi og eyðimörk og verður eiginlega ekki lýst með orðum. Þar hittum við bedúína sem annast svæðið og skoðum okkur um í fylgd þeirra. Þeysum á jeppum um og spái ég að margir falli í stafi þar ekki síður en í Petra. Síðari hluta dagsins snúum við aftur til Amman og gistum á Regency hótelinu sem fyrr.

13.dagur
Morguninn er frjáls til að skoða gamla bæinn í Amman. Eftir hádegi er svo keyrt áleiðis til sýrlensku landamæranna. Þar bíður væntanlega okkar væni sýrlenski leiðsögumaður, Maher Hafez og þegar við komum til Damaskus er farið á Hótel Semiramis.

14.dagur.
Morgunverður.
Förum á Þjóðminjasafnið en það er með vilja gert að bíða með það til loka ferðarinnar.
Að svo búnu er dagurinn frjáls.

15.dagur.
Morgunverður
Dagurinn er frjáls.
Um kvöldið förum við saman og hlustum á hakavati sem er ævagömul sögustund og síðan trítlum við á Omijadveitingahúsið sem er fallegur staður með eðalmat og þar er horft á Darvisjdansa sem eru sérstakir trúardansar. Kvöldverðurinn er innifalinn.,
Síðan er haldið út á Damaskusflugvöll og vélin fer í loftið kl. 0400 um nóttina.

16.dagur.
Við komuna til Kaupmannahafnar er fjögurra tíma bið og síðan höldum við heim kl 14 að dönskum tíma. Komum því heim síðdegis hins sextánda dags.


Innifalið í verði
Flug og allir skattar.
Gisting miðað við tvo í herbergi
Morgunverður.
Íslensk fararstjórn.
Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir á sögustaði
Kvöldverður alla daga
Vegabréfsáritanir til Jórdaníu og Sýrlands.
Kort og upplýsingabæklingar
Tips til burðarmanna og einnig tips á hótelum og veitingastöðum

Ekki innifalið
Hádegisverður í ferðinni en valdir góðir staðir með ódýrum og skemmtilegum réttum
Drykkir, áfengir sem óáfengir
Tips til líbönsku og sýrlensku fararstjóranna og bílstjóra er 8 dollarar á dag per farþega, samtals 120 dollarar. Þá peninga mun ég innheimta einhvern fyrstu dagana, þ.e. 75 dollara á mann.


Ætla má að hádegisverðir kosti um 5-15 dollara og oftast samlokur eða léttur matur.

Hikið ekki við að hafa samband ef þið viljið spyrja einhvers.


símar mínir 5514017 og 8976117
netfang: jemen@simnet.is